Þórdís G. Arthúrsdóttir er okkur öllum góð fyrirmynd. Hún las bókina "Konur geta breytt heiminum" eftir Guðrúnu Bergmann fyrir hálfu öðru ári síðan. Í kjölfarið tók hún sig til, hætti að röfla yfir ruslinu sem fauk um allar jarðir í nágrenninu - og tínir það nú saman á daglegum gönguferðum. Þórdís er með áráttu fyrir tölum og hefur haldið til haga hversu mikið magn af rusli hún hefur tínt upp af götu sinni á einu og hálfu ári. 250 kíló eða 1/4 úr tonni er það magn, sem Þórdís hefur tínt saman, borið heim, komið í flokkun og urðun. Þetta sýnir að við getum hvert og eitt breytt heiminum í kringum okkur.
Takk fyrir að vera til Þórdís!
Meira á graennapril.is

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…