LIFANDI markaður rekur matvöruverslanir og veitingastaði með eingöngu heilnæmar og að mestu leyti lífrænar vörur.

"Allt sem við bjóðum er grænt. Við erum til staðar fyrir fólk sem hefur áhuga á grænum lífsstíl og vil kynnast eða taka fyrstu skrefin í átt að grænu lífi. Að okkar mati snýst grænt líf um meðvitund. Meðvitund um það sem við kaupum og það sem við borðum. Að það sé framleitt í sátt við náttúruna en ekki í andstöðu við hana og hafi ekki mengandi áhrif.

Áhyggjulaus innkaup
Markmið okkar er að vera alhliða matvöruverslun þar sem hægt er að kaupa inn til heimilisins á einum stað án þess að hafa áhyggjur af því að vörurnar innihaldi óæskileg fyllingar- og aukefni. Við bjóðum einungis hreinar vörur úr heilnæmum hráefnum.

Lífrænt er umhverfisvænt
Stærsti hluti vöruúrvals okkar er lífrænt vottaður. Einn helsti munurinn á ólífrænni ræktun og lífrænni er sá að í lífrænni ræktun er hugað að gæðum jarðvegsins og ekki notaður tilbúinn áburður og eiturefni, sem gefur af sér næringarríkari og hreinni afurð. Í ólífrænni ræktun eru dæmi þess að lífsnauðsynleg efni eyðist úr jarðveginum. Lífrænt epli er t.d. yfirleitt töluvert minna en ólífrænt en það er án ef a bragðbetra og næringarmeira. Það eru gæðin, ekki stærðin sem skiptir máli.

Hagsýna húsmóðirin
Við viljum hvetja fólk til að taka upp gömul og góð gildi hinnar hagsýnu húsmóður. Nýta það sem við kaupum betur. Ekki nota mikið af vörunni og henda minna. Við viljum einnig benda á mikilvægi þess að nota lífræn hreinsiefni því allt sem við notum skolast út í sjó og verður þannig hluti af hringrás náttúrunnar. Sonett hreinsivörur og sápur sem fást hjá LIFANDI markaði brotna 100% niður í náttúrunni og eru þar að auki mjög góðar og árangursríkar.

Reynsla, þekking og ráðgjöf
Við hjá LIFANDI markaði leggjum mikið upp úr fræðslu og einstaklingsbundinni ráðgjöf varðandi heilbrigðan og grænan lífsstíl. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og er boðið og búið að aðstoða. Verið velkomin til okkar -- allir ættu að finna vörur við sitt hæfi enda landsins mesta úrval af grænum vörum hjá okkur," segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi markaðar.

Skoðaður heimasíðuna lifandimarkadur.is og smelltu þér svo á graennapril.is

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…