„Við vitum að Guð hefur engar hendur í þessum heimi til að vinna sín verk nema okkar hendur. Þess vegna skiptir máli að við leggjum okkur fram um að Guðs verk sjáist í lífi okkar og samfélagi okkar og kirkjunni okkar,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í myndbandskveðju til unglinganna á Landsmóti Æskulýðssambands kirkjunnar sem var spilað við setningu mótsins í kvöld.

* * *

Komið þið sæl.

Það er gaman að fá að vera með ykkur í kvöld, þó það sé nú ekki þannig að ég sé hjá ykkur þá notum við bara tæknina. Þetta er fyrsta landsmót æskulýðsfélaganna sem er haldið frá því ég tók við sem biskup Íslands. Ég er mjög glöð yfir því að vita að í kirkjunni okkar skuli vera svona flottir krakkar eins og þið, unglingar sem vinnið út um allt land og eruð fyrirmyndir allra annarra. Bæði krakka sem eru yngri og líka þeirra sem eru eldri og jafnvel fullorðins fólks.

Ég vona að þið eigið góða daga hér á Egilsstöðum því það er svo mikilvægt að finna að við tilheyrum einhverjum hópi. Það er líka svo mikilvægt að fá að koma saman í kirkjunni í nafni kirjunnar, í nafi Jesú Krists og vita að maður er hluti af stærri heild. Ekki bara í söfnuðinum sínum heima heldur út um allt land, þar eru fleiri söfnuðir, fleiri krakkar að starfa.

Við vitum að Guð hefur engar hendur í þesusm heimi til að vinna sín verk nema okkar hendur. Þess vegna skiptir máli að við leggjum okkur frma um að Guðs verk sjáist í lífi okkar og samfélagi okkar og kirkjunni okkar.

Ég bið þess að þið eigið eftir að eiga hér góðar stundir og hér ríki mikil samheldni og gleði. Ég veit að koma gestanna okkar frá Malaví mun setja góðan og gleðilegan svip á samveru ykkar hér. Ég er búin að hitta þau og þau eru mjög skemmtilegir og gefandi og góðir krakkar.

* * *

Nánar um landsmótið á kirkjan.is/landsmot-aeskth-2012

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…