Sólbor Steinþórsdóttir tók áskorun Græns Apríls um betri orkunýtingu í apríl mánuði og hvatti stjórnendur fyrirtækja að taka græna skrefið en þau hjá Icelandair hotel Reykjavik Natura tóku það fyrir skömmu með mjög góðum árangri.

Tilefni áskoruninnar var Earth Hour eða Jarðarstund. Grænn Apríl tók þátt í alþjóðlegri Jarðarstund í ár sem felst í því að kveikja ekki rafmagnsljós þá klukkustund sem hún stendur yfir og sameina jarðarbúa um að minna á hvernig draga megi úr orkunotkun.

Jarðarstundarinnar var minnst með kertaljósatónleikum á Ingólfstorgi þar sem Ólöf Arnalds kom fram sem sérstakur velunnari verkefnisins. Að tónleikunum stóðu Reykjavíkurborg, Grænn Apríl, Höfðborgarstofa, Miðborgin Okkar og Samtök Lífrænna neytenda ásamt IKEA sem sá um kertaljósin.

Smelltu þér á graennapril.is og taktu þátt í græna samtalinu á facebook.com/graennapril.is
Skoðaðu earthhour.org og vertu með á facebook.com/EarthHourIceland?ref=hl

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…