Árni Páll Árnason,formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands og Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar, kynntu í dag nýtt rit – Efnahagslegt sjálfstæði – sem fjallar um forgangsverkefni næstu ríkisstjórnar, aðgerðaáætlun sem fylgja verður eftir strax í sumar.

Morgunin eftir kjördag tekur veruleikinn við. Þá þarf að mynda ríkisstjórn sem hefur kjark til að leiða til lykta brýnustu hagsmunamál þjóðarinnar.

Heimili og fyrirtæki þurfa að geta gert áætlanir til lengri tíma. Stærsta einstaka hagsmunamálið er stöðugt gengi og verðlag því það gagnast ekki aðeins öllum heimilum landsins heldur leggur grunn að fjölgun starfa, hagvexti og bættum lífskjörum fyrir alla. Hvorki heimili né atvinnulíf eiga að þurfa að bíða eftir að óviss skyndigróði falli til einhvern tíma á næstu árum né áhrifum vúdúhagfræði á fjárfestingar í framtíðinni.

Aðferðin við að bæta kjör heimila og styrkja stoðir atvinnulífsins er vel þekkt – en útheimtir ábyrgð, festu og aga: Ný ríkisstjórn þarf að framfylgja stefnu í efnahags- og ríkisfjármálum sem styður við stöðugt gengi og vinnur gegn verðbólgu.

• Þjóðarsátt um ábyrga efnahagsstjórn, stöðugleika og hagvöxt
Tryggja þarf áframhaldandi ábyrga efnahagsstjórn og aðhald í ríkisfjármálum til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Það er mikilvægasta hagsmunamál bæði heimila og atvinnulífs enda hefur skuldastaða ríkissjóðs bein áhrif á gengi krónunnar og vaxtastig. Skapa verður nýja þjóðarsátt og sáttmála um hagstjórn.

• Framhald afskrifta á skuldum heimila á grundvelli almennra leikreglna
Á yfirstandandi kjörtímabili hafa um 300 milljarðar runnið til heimilanna í gegnum niðurfærslur og endurútreikninga lána og með vaxta- og barnabótum. Brýnt er að framhald aðgerða miði að því að ná til þeirra sem ekki hafa notið leiðréttinga til jafns við aðra eða eru í mestum vanda. Stöðugleiki er forsenda þess að verðbólga éti ekki jafnóðum upp árangur aðgerða.

• Losun hafta til hagsbóta fyrir almenning
Fjármagnshöft þarf að losa enda skaðleg atvinnulífi og heimilum til lengri tíma. Fylgja þarf eftir þeirri stöðu sem stjórnvöld sköpuðu með öflugri vörn fyrir íslenska hagsmuni gagnvart erlendum kröfuhöfum með því að semja um heildarlausn á losun fjármagnshafta.

• Aðildarsamningur við ESB lagður í þjóðaratkvæði
Það verður að ljúka samningum við Evrópusambandið og treysta þjóðinni til að taka fullnaðarákvörðun.

• Átak um sterkar stoðir fjölbreytts atvinnulífs og aukna fjárfestingu
Á Íslandi eru fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Við verðum að fjölga stoðunum í atvinnulífinu, lækka tryggingagjald, auðvelda aðgang smærri fyrirtækja að lánum og fjárfestingarfé, auka virði ferðamannaiðnaðar, setja kraft í framleiðslu, flytja störf inn í landið og styrkja landbúnað með betri markaðsaðgangi og minni tollvernd.

Stöndum saman um efnhagslegt sjálfstæði Íslands.

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…