Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að greina milli 10 mismunandi styrkleika straums. Þannig væri tölustafurinn 0 enginn straumur, stafurinn 1 væri örlítill straumur, 2 væri aðeins meiri straumur og svo framvegis. Mun meiri hætta væri á að gögn í tölvunni skemmdust með þessari aðferð. Lítið má út af bregða til að eitt gildi breytist í annað með svipaðan straumstyrkleika (eða sömu spennu), til dæmis 4 yfir í 5, eða 8 yfir í 7.

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…