Verkefnið:
Markmið herferðarinnar var að festa í sessi slagorðið "...alltaf opið!" í vitund fólks. Auglýsingin þurfti að koma til skila á léttan og skemmtilegan hátt aðalatriði 10-11 sem er að auðvelt og sjálfsagt mál sé að versla hvenær sem er sólarhringsins. Auglýsingin þurfti einnig að búa yfir þeim eiginleika að hægt væri að búta hana niður í styttri áminningar án þess að það bitnaði á meginskilaboðum auglýsingarinnar.

Lausnin:
Slagorðið "...alltaf opið!" er einfalt og auðskilið. Hugmyndin var sú að sýna hvað heimurinn gæti verið einfaldur ef sumt væri bara alltaf opið. Þegar hugmyndin kviknaði fyrst fannst okkur hún eiginlega of einföld og augljós að mikið var leitað um netið til að ganga úr skugga um að einhver hefði gert sambærilega auglýsingu fyrir svipað verkefni en ekkert slíkt kom í ljós. Auglýsingin hlaut góðar viðtökur og hefur verið valin til birtingar á adsoftheworld.com og valin á Shots Showcase ásamt því að hafa hlotið lof á fjölmörgum auglýsingabloggum víðsvegar um heim.

Viðskiptavinur: - 10-11
Markaðsstjóri: - Sigurður Reynaldsson
Auglýsingastofa: - Vatikanið ehf.
Hugmyndavinna og umsjón: - Snorri Barón & Guðlaugur Aðalsteinsson
Leikstjóri: - Árni "Zúri" Jónsson
Kvikmyndataka: - Víðir Sigurðsson
Klipping: - Árni "Zúri" Jónsson
Post production: - Hermann Karlsson
Tónlist: Eberg/Medialux
Framleiðsla: - Ásta Briem
Framleiðslufyrirtæki: - Republik Film Productions

# vimeo.com/23003623 Uploaded 321 Plays / / 0 Comments Watch in Couch Mode

Follow

Iceland Advertising

Gudjon Jonsson PRO

Adverts from the Iceland in north

Browse This Channel

Shout Box

Channels are a simple, beautiful way to showcase and watch videos. Browse more Channels. Channels