The Museum Channel

Hvað? Nemendur sem sýningarstjórar
Hver? Nemendur úr Kvennaskólanum í Reykjavík
Hvar? Sýning á verkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum

---

Sýningaverkefni unnið í samvinnu við nemendur í 3. bekk í áfanganum Listasaga og listfræði við Kvennaskólann í Reykjavík, á hugvísindabraut sem er ný námsleið og mögulega farvegur fyrir upprennandi listfræðinga og safnafræðinga. Nemendur Kvennó hafa komið í nokkrar vettvangsheimsóknir á Kjarvalsstaði undanfarna mánuði og fengið kynningu á verkum Jóhannesar S. Kjarval, skoðað geymslur safnsins og átt vinnufundi með fræðsludeild, safnadeild og sýningardeild safnsins.

Markmið verkefnisins er að gefa framhaldsskólanemum tækifæri til að velja verk úr safneign og setja fram hugmyndir sínar og tengsl við Kjarval út frá eigin reynsluheimi. Fljótlega í ferlinu kom fram sú hugmynd að nemendur myndu velja sér hlut úr lífi sínu, sem þau gerðu tilraun til að tengja við þau listaverk sem fyrir valinu urðu, og brúa þannig bilið á milli goðsagnarinnar um Kjarval og þeirra eigin veruleika.

Nemendur þurftu að rökstyðja val sitt á hlutum og listaverkum í formi texta þannig að sýningagestir geti áttað sig á niðurstöðu hvers og eins í hópnum.

Sýningaverkefnið er unnið í samvinnu við Önnu Jóhannsdóttur (Önnu Jóa), myndlistarmann, listgagnrýnanda og kennara í áfanganum Listasaga og listfræði við Kvennaskólann í Reykjavík.

Þátttakendurnir 14 eru:
Anna Jóhannesdóttir
Einar Helgason
Eva Björg Jóhannsdóttir
Helga Lára Halldórsdóttir
Hjördís Lind Sandholt
Hlín Sigríður Bryngeirsdóttir
Hólmfríður Hafsteinsdóttir
Jenný Jónsdóttir
Karólína Klara Geirsdóttir
Kristín María Erlendsdóttir
Sif Alexandersdóttir
Stefán Gunnar Sigurðsson
Valdís Jörgensdóttir
Þórhildur Sigurðardóttir

j vimeo.com/33089974

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…