Safnafræði / Museum Studies

Málþing Listfræðafélags Íslands í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi við Tryggvagötu, miðvikudaginn 14. apríl kl. 17.00 til 19.00

Á þriðja málþingi Listfræðafélagsins var áhersla lögð á sýningarstjórnun. Frummælendur vörpuðu ljósi á ýmsar hliðar þess starfs og veltu fyrir sér mörkum listar og fræða, túlkunar og miðlunar sem í því felast.

Rætt var um breytingar sem orðið hafa á hlutverki sýningarstjóra, mismunandi starfsvettvang og nálganir. Sérstaklega var gætt að sýningarstjórn í íslensku samhengi, væntingum, þörfum og möguleikum þessa vettvangs, en líka tekist á við fræðileg viðfangsefni fagsins. Spurt var: hver er ábyrgð sýningarstjóra gagnvart myndlist og listasögu? Hver er staðan þegar kemur að varðveislu og rannsóknum á íslenskri sýningasögu?

Frummælendur héldu stutt og skorinort erindi og í kjölfarið var boðið upp á fyrirspurnir og samræður. Fundarstjóri var Hanna Styrmisdóttir sýningarstjóri.

Frummælendur voru:

* Hafþór Yngvason, listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur

* Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri og stjórnarformaður Nýlistasafnsins

* Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur

* Ólöf K. Sigurðardóttir, listfræðingur og forstöðumaður Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnafjarðar

* Markús Þór Andrésson, sjálfstætt starfandi sýningarstjóri

j vimeo.com/17563234

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…