Sigríður lauk klínísku meistaraprófi í krabbameinshjúkrun árið 2000 og doktorsprófi í sömu sérgrein árið 2004. Sigríður var lektor og síðar dósent í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands auk þess að gegna starfi forstöðumanns fræðasviðs í krabbameinshjúkrun. Sigríður hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala frá árinu 2012 og hefur auk þess verið framkvæmdastjóri vísinda- og þróunarsviðs frá 2013 ásamt Ólafi Baldurssyni framkvæmdastjóra lækninga.