Forhönnun meðferðakjarnans var yfirfarin á samráðsfundi 29. júní 2016. Þetta er ein flóknasta hönnun sem Íslendingar hafa farið í, alls 60 þúsund fermetrar að flatarmáli. Starfsfólk Landspítala hefur tekið þátt í undirbúningsvinnunni. Áhersla er lögð á að einfalda alla ferla, stytta gönguleiðir þannig að allt flæði verði sem skilvirkast. Einnig er hugað vel að lýsingarhönnun og tekin upp svokölluð líffræðilega skilvirk lýsing sem er heilsueflandi bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Næst tekur við fullnaðarhönnun í haust sem verður tilbúin 2018. Þá tekur við framkvæmdatími til 2023.
Viðmælendur:
Svavar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf.
Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjóri þróunar
Ögmundur Skarphéðinsson arkítekt
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala
Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri verkefnastofu
Guðjón L. Sigurðsson, lýsingarhönnuður