Í tengslum við sýninguna Ný aðföng 2006 - 2010 boðaði Listasafn Reykjavíkur til málþings á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 5. desember kl. 15. Þar var innkaupastefna Listasafns Reykjavíkur krufin og rætt um listasöfn og listaverkasöfnun frá ýmsum hliðum.

Í erindum og umræðu var leitast við að varpa ljósi á mikilvægi þess fyrir listasöfn að hafa skýra stefnu þegar kemur að innkaupum eða söfnun á listaverkum og draga fram þann veigamikla þátt í starfsemi safna að leggja
rækt við og byggja upp góðan safnkost.

Stjórnandi var Jón Proppé listheimspekingur. Frummælendur á málþinginu voru Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur og safnaheimspekingur, Gunnhildur
Hauksdóttir myndlistamaður og stjórnarmeðlimur Nýlistasafnsins og Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Einnig tóku þátt í umræðum Birta Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Schram og Sólveig Aðalsteinsdóttir en þær hafa allar setið í innkaupanefnd safnsins á síðastliðnum árum.

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…