Í upphafi árs 2011 hófst undirbúningur fyrir stóra auglýsingaherferð Coca-Cola® í tilefni glæsilegs árangurs íslenska U-21 árs landsliðsins, sem er fyrst í sögu íslenskra karlaliða komið í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu. Coca-Cola hefur verið stoltur stuðningsaðili KSí um árabil og var því ekki tvínónað við að gera eitthvað stórt til að sýna stuðninginn í verki í ljósi þessa glæsilega árangurs.

Hópur hæfileikafólks með leikstjórann Hannes Þór Halldórsson í fararbroddi hélt í víking þvert og endilangt um sólríkt meginland Evrópu til að hitta helstu leikmenn liðsins þar sem þeir starfa sem atvinnumenn í knattspyrnu. Jafnframt voru heilmiklar tökur afgreiddar á Íslandi við ekki jafn ákjósanleg veðurskilyrði.

Saga þessa skemmtilega verkefnis er sögð hér í máli og myndum.

Samsetning og klipping: Baldur Kristjáns
Grafík: Vatikanið
Tónlist: "Samvinnaersamasemvinna" Friðrik Dór

Sérstakar þakkir:
Hannes Þór Halldórsson, Ingi Freyr Atlason, Ásta Briem, Elli Cassata, Jón Þór Þorleifsson, Guðlaugur Aðalsteinsson, Snorri Barón Jónsson, Stop Wait Go, KSÍ, Vífilfell, strákarnir í U-21 landsliðinu og allir aðrir sem tóku þátt í verkefninu.

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…