Náið er unnið með stjórnendum sem eru með erlenda starfsmenn í vinnu til að bæta aðlögun þeirra í starfi. Fjögur íslenskunámskeið hafa verið í boði, "Það er gríðarlega mikilvægt að erlendir starfsmenn læri íslensku sem fyrst því það er öryggisatriði að við getum talað sama málið bæði starfsmenn og sjúklingar" segir Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs. Hér segir hún nánar frá og eins heyrum við í Mary Grace hjúkrunarfræðingi en hún kemur frá Filippseyjum og vinnur á gjörgæslu, Landspítala við Hringbraut.