OPNAR SAMRÆÐUR
Unnar Örn J. Auðarson, myndlistarmaður, stjórnar opnum samræðum að erindum loknum.

////

Hvergi hefur verið að finna samantekt eða yfirlit yfir störf og hugmyndir fræðimanna sem hafa helgað sig greiningu myndlistar. Þá hafa ýmsir listamenn lagt sig eftir fræðilegum skrifum eða skrifum sem hafa sérstakt gildi við greiningu á hugmyndalegri þróun myndlistar og samhengi hennar. Allt er í brotum og vart neinum fært að ná yfirsýn yfir sviðið sem ekki hefur sjálfur verið þátttakandi þar um langt skeið og fylgst vel með.

Árið 2011 var hrint af stað rannsóknarverkefni til að safna og greina skrif fræðimanna og listamanna um íslenska myndlist. Að verkefninu standa Listaháskóli Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Nýlistasafnið, listfræði við Háskóla Íslands og Listafræðafélagið. Sex háskólanemar hafa unnið að rannsókninni með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og á málþinginu munu þeir, ásamt umsjónarmönnum rannsóknarinnar, kynna verkefnið í örstuttum erindum, árangur vinnunnar og framtíðaráform um úrvinnslu þess.

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…