Tyrkjaránið er heimildamynd í þremur þáttum um einn átakamesta og sérstæðasta atburð Íslandssögunnar. Að baki myndinni liggur m argra ára heimildavinna og undirbúningur. Myndin er tekin á söguslóðum á Íslandi og í tíu öðrum löndum til að lýsa atburðunum og eftirmálum þeirra frá sem flestum hliðum. Myndefni samtímans er notað í ríkulegum mæli til að segja söguna, einnig frásagnir, viðtöl og tölvugrafík.