20/20
Málþing: Safnfræðsla 1991 - 2031
Kjarvalsstaðir, sunnudag 20. nóv 2011
Haldið í tilefni 20 ára starfsafmælis fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur

Fræðsluhlutverk safna er afar mikilvægt og í því felst áskorun um að koma til móts við ólíkar þarfir safngesta. Fræðslufólk safna ber hag almennings fyrir brjósti og reynir að gera viðfangsefni safnanna aðgengileg öllum. Listasafn Reykjavíkur hefur sinnt menntunarhlutverki sínu í rúm 20 ár og af því tilefni var efnt til málþingsins 20/20, haldið í samvinnu við Rannsóknastofu í safnafræðum við Háskóla Íslands.

Erindi:

Að horfa er skapandi athöfn – sjónrænir þættir í íslensku landslagi.

Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður og kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands fjallar um að raungera þekkingu með reynslu og mikilvægi þess að ferlar í listum verði sýnilegri og virkjaðir annars staðar en í listheiminum.

Á mörkum myndlistar og fræðslu - Holle rasse hía: Afvegaleiðsögn
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir verkefnastjóri dagskrár Listasafns Reykjavíkur og myndlistarmennirnir Anna Hrund Másdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir kynna 20 mínútna leiðsagnir á mörkum myndlistar og fræðslu.


Menntabúrið 2031
Sigurjón B. Hafsteinsson, lektor í safnafræði við Háskóla Íslands ræðir um framtíðarsýn
í fræðslumálum safna, hvernig lítur safnfræðsla út árið 2031?

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…