Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefur verið haldin árlega í tíu ár. Hún var haldin í Borgarnesi dagana 10.-12. apríl 2019. Yfirskrift ráðstefnunnar var: „Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?“
Ungmennaráð UMFÍ skipuleggur ráðstefnuna og er ungt fólk í öllum hlutverkum.
Ungmennaráð UMFÍ, sem samanstendur af tíu manns frá 16-25 ára aldri af öllu landinu, skipuleggur ráðstefnuna frá grunni.
Á ráðstefnuna í Borgarnesi mættu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Soffía Ámundadóttir, formaður íþróttanefndar ríkisins, Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra, Jón Halldórsson frá KVAN, áhrifavaldarnir Fanney Dóra og Erna Kristín auk Unnar Örnu Jónsdóttur og Hrafnhildar Sigurðardóttur frá Hugarfrelsi. Þar var líka Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, Guðmundur Ari Sigurjónsson, sem situr í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB, og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastjóri Sjúk ást.