Höfundar, bækur og lesendur birtust gestum stærstu bókasýningar heims í Frankfurt í sýningarskála Íslands, sem var hannaður til lestrar og upplifunar á þeirri náttúru sem íslenskur bókmenntaarfur er sprottinn úr. 25 Íslendingar voru myndaðir á einkabókasöfnum sínum við lestur uppáhaldsbóka sinna og sköpuðu þannig ógleymanlega nánd við listformið sem við Íslendingar erum hvað stoltust af. Um þrjú hundruð þúsund gestir heimsækja bókamessuna á ári hverju og það er samdóma álit þeirra sem að henni stóðu að þátttaka Íslands hafi verið íslenskum bókmenntum mikil lyftistöng á alþjóðavettvangi.

2500 fermetra skáli var innréttaður til heiðurs íslenskum bókmenntum þar sem áherslan var öll lögð á að skapa nánd við lestur og land. 510 fermetrar af prentuðu efni umluktu gesti auk þess sem lifandi myndum var varpað á 25 risavaxna myndfleti. Skáli Íslands á Heimssýningunni í Shanghai var endurgerður í smækkaðri mynd en þarf upplifði fólk ægifagra íslenska náttúru og upplifði þann innblástur sem íslenskir höfundar hafa dregið úr náttúru Íslands í aldaraðir. Starfsfólk og verktakar SagaEvents þróuðu hugmyndir fyrir skálann í samvinnu við Sagenhaft, Íslensku Sögueyjunnar, sem fór fyrir verkefninu. Undirbúningsvinna, tökur og eftirvinnsla fóru að öllu leyti fram á Íslandi og afraksturinn svo settur upp í Frankfurt nokkrum dögum áður en sýningin opnaði fyrir gesti.

Hér er hlekkur á umsagnir erlendra fjölmiðla um Bókamessuna: sagenhaftes-island.is/frettir/nr/3225

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…