Hótel Hellnar er staðsett við hjarta Snæfellsjökuls á sunnanverðu Snæfellsnesi. Annars vegar er útsýni til Jökulsins og Stapafells, hins vegar út yfir hafið og fjöllin sem umlykja Faxaflóa. Á sumrin sjást oft hvalir og háhyrningar í hafinu úti fyrir Hellnahöfn. Við hliðina á hótelinu er gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og mörk Þjóðgarðsins sjálfs eru einungis í 6 km fjarlægð.

Stutt er á Jökulinn, en boðið er upp á ferðir á hann á snjósleðum eða snjótroðara frá miðjum mars og eins langt fram á sumar og færð og veður leyfa. Hægt er að bóka sig í ferðirnar á hótelinu. Ýmsa áhugaverða staði er að finna í næsta nágrenni við hótelið eins og Maríulindina, minnisvarða um Guðríði Þorbjarnardóttur, fyrstu kaþólsku og evrópsku móðurina í Ameríku, Sönghelli sem Bárður Snæfellsás dvaldi í og Rauðfeldargjá, sem líka tengist sögu Bárðar á svæðinu. Að auki er ein vinsælasta gönguleið á Íslandi meðfram strandlengjunni frá Hellnum til Arnarstapa, en þar er að finna Gatklett auk annarra ótrúlega fallegra stuðlabergsmyndana.

Hótel Hellnar gekk til liðs við umhverfisvottunarsamtökin Green Globe árið 2000 og hlaut vottun frá þeim árið 2002, en nafni Green Globe var fyrir nokkru breytt í EarthCheck. Hótelið er tekið úr árlega og við úttekt á árinu 2012 er gert ráð fyrir að það hljóti Platinum vottun frá EarthCheck, fyrst allra hótela í Evrópu, en það hljóta þau fyrirtæki sem hafa verið vottuð í 10 ár.
Nýir eigendur tóki við Hótel Hellnum árið 2010 og hafa þeir haldið uppbyggingu á staðnum áfram.

Árið 2011 byggðu þeir við gamla hótelið nýja móttöku og 11 herbergi, stækkuðu og endurbættu matsalinn og endurnýjuðu jafnframt öll eldri herbergi hótelsins. Nú hýsir það 63 þegar það er fullt.
Meistarakokkurinn Hákon Örvarsson setur matseðla hótelsins saman og vinsælasti rétturinn í fyrra var svartsteiktur þorskur og verður hann því áfram á matseðlinum í ár, en kræklingur úr Breiðafirði er líka vinsæll, svo og lambakjötið íslenska. Boðið er upp á lífræn rauð- og hvítvín og lífrænan bjór, auk þess sem hluti af hráefni til matargerðar er af lífrænum uppruna.
hellnar.is – hotel@hellnar.is

Skoðaðu fleiri grænar sögur á graennapril.is
Taktu þátt í umræðunni á facebook.com/graennapril.is

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…