Brynjólfur Snorrason, ráðgjafi hjá Ergo leiðir okkur í allan sannleik um græn bílalán Ergo, bæði til nýrra og eldri bíla.
Ergo, sem er fjármögnunardeild Íslandsbanka, er stolt að hafa verið fyrst til að kynna græn bílalán á íslenskum markaði. Grænu bílalánin hafa hlotið frábærar viðtökur og margir nýtt sér þau. Til að væntanlegir viðskiptavinir geti betur gert sér grein fyrir því hversu háar upphæðir sparast ef ekið er á sparneytnari bílum má á vefsíðu Ergo finna reiknivélar frá Orkusetri sem sýna hversu háar fjárhæðir er um að ræða. Þar er m.a. hægt að sjá hversu miklu bíllinn eyðir í bensín við meðal ársakstur og hversu mikið hann mengar. Þar er líka að finna samanburð á eyðslu, útblæstri og bifreiðagjöldum mismunandi bílategunda, auk þess sem hægt er að sjá hver eyðslueinkunn bílsins er, en hún ræðst af því hversu miklu eldsneyti hann eyðir.

Við nafnabreytingu í Ergo sumarið 2011 var ekki bara lögð áhersla á græna stefnu í bílafjármögnun heldur einnig grænar áherslur hjá félaginu sjálfu. Var það haft að leiðarljósi við flutning starfseminnar á Suðurlandsbraut 14 og í vöruþróun félagsins. Lögð var áhersla á að gera vinnuumhverfið hlýlegt, glaðlegt og vinnuvænt í alla staði fyrir starfsmenn og viðskiptavini og græn gildi höfð til viðmiðunar. Engar ruslafötur eru á skrifstofunum, heldur fáar safntunnur á hæðinni og allur pappír er flokkaður, svo og sorp frá eldhúsi og mötuneyti.
Starfsfólkið sótti námskeið til að læra að flokka og veitt það þeim nýja sýn á ýmislegt í umhverfis sínu. Við prentarana er notað kort, svo starfsfólk prenti ekki út óþarfa skjöl og eyði þar með pappír. Bara þessi eina ákvörðun hefur sparað mikla fjármuni og dregið úr sóun á pappír.

Í móttökunni er boðið upp á kaffi úr endurnotanlegum, litríkum bollum og þegar síðasti starfsmaður yfirgefur húsnæðið slokkna öll ljós sjálfkrafa. Til að draga úr hljóðmengun eru ráðgjafabásar hannaðir með sérstaklega háum bólstruðum bekkjum til að draga úr hljóðburði og skapa meiri vellíðan viðskiptavina. Í miðjum vinnusalnum er gler sem brýtur upp hljóð, á veggjunum eru hljóðkúlur frá Bryndísi Bolla og á gólfum eru teppaflísar. Borð starfsmanna eru upphækkanleg.

Ergo hefur áhuga á að víkka út græna sviðið sitt og stefnir að því að setja á fót grænan styrktarsjóð, sem veita mun 2 styrki í GRÆNUM APRÍL ár hvert. Hver styrkur verður að upphæð 500 þúsund krónur og verður veittur til grænna sprota og nýsköpunarverkefna og til annarra spennandi umhverfisverkefna. Ergo er virkur aðili að Vistbyggðarráði, en ráðið er leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar m.a við skipulag, hönnun og rekstur mannvirkja á
Íslandi. Verið er að undirbúa námskeið í sparakstri fyrir starfsmenn Ergo, en vonast er til að hægt verði að bjóða viðskiptavinum líka upp á slík námskeið.

Smelltu þér inn á heimasíðuna ergo.is eða drífðu þig í heimsókn á Suðurlandsbrautina til að kynna þér nánar möguleikana á grænu bílaláni.

Meira um Grænan apríl á graennapril.is og facebook.com/graennapril.is

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…