MáM þjálfuninni er ætlað að auka markaðslega færni minni fyrirtækja og einyrkja, og stuðla þannig að því að framúrskarandi vörur og þjónusta þrífist og nái að blómstra. MáM þjálfunin leiðir þig í gegnum það sem gera þarf í markaðsstarfinu og gefur þér tækin og tólin sem þú þarft til að verða sjálfbjarga - og þekkingu til að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að því að kaupa sérfræðiaðstoð. Þjálfunin er á netinu í formi myndbanda, texta og vinnuskjala, auk þess sem hægt er að spyrja spurninga og fá svör í gegnum netið, og taka þátt í umræðuhópum með öðrum sem er að fara í gegnum þjálfunina. Hægt er að kaupa frekari ráðgjöf ef á þarf að halda og er hún þá veitt í gegnum Skype eða Google Hangout. mam.is

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…