Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle, verður haldin í ELDBORG í Hörpu, laugardaginn 6. apríl!

Sérstakir gestir verða m.a. SKÁLMÖLD sem hafa aldrei spilað í Eldborg áður og munu að sjáflsögðu taka fullt sett af sinni alkunnu snilld!

Er nokkuð ljóst að þetta kvöld á eftir að verða nokkuð epískt enda sannarlega um stórviðburð að ræða. Þarna mun fá að hljóma ein ferskasta og besta rokktónlist landsins af þyngri gerðinni.

Sex sveitir munu keppa um hnossið: Að komast á Wacken Open Air, stærsta þungarokksfestival í heimi, spila þar fyrir mörg þúsund manns og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle. Sigursveitin ytra hlýtur að launum hljómplötusamning við stærsta óháða útgáfufyrirtæki heims, Nuclear Blast ásamt fullt af hljóðfærum og græjum. Einnig verða veglegir vinningar hérna heima, sem kynntir verða síðar.

Sigurvegarar keppninnar í fyrra hérna heima, hin stórkostlega sveit GONE POSTAL, mun einnig koma fram og ein af efnilegri metalsveitum landans TRUST THE LIES, mun byrja kvöldið og "hita upp" fyrir keppnina.

Eftirtaldar sveitir taka þátt í Wacken Metal Battle í ár, í stafrófsröð:

ABACINATION
facebook.com/pages/Abacination/209678715731158

AZOIC
facebook.com/azoicofficial

BLOOD FEUD
facebook.com/bloodfeudice

IN THE COMPANY OF MEN
facebook.com/InTheCompanyOfMen

MOLDUN
facebook.com/Moldun

OPHIDIAN I
facebook.com/OphidianI

Miðasalan hefst á harpa.is og midi.is miðvikudaginn 6. mars kl 12.
Ekkert aldurstakmark

Er það hinn nýstofnaði Ýlir - Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk og Reykjavíkurborg sem gerir keppninni kleift að eiga sér stað í Hörpu með dyggum stuðningi frá Útón og Rás 2.

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…