Tóbaksreykingar eru helsta orsök margra alvarlegra lungnasjúkdóma. Allflestir sem greinast með langvinna lungnateppu og lungnakrabbamein reykja, eða hafa einhvern tíma reykt. Þótt dregið hafi mjög úr reykingum á Íslandi á síðustu árum er staðreyndin samt sem áður sú að dánartíðni og varanleg örorka vegna lungnasjúkdóma af völdum reykinga fer vaxandi vegna þess hve stórir árgangar fyrrverandi og núverandi reykingafólks eru að ná þeim aldri þegar þessir sjúkdómar leggjast á það af fullum þunga.

Í þessari nýju íslensku heimildarmynd útskýra læknar eðli lungnasjúkdóma af völdum reykinga og sjúklingar segja frá glímu sinni við þá.

Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson.

Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga.

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…