Heimildamynd um verksmiðjuþorpið í sveitinni
Á Álafossi hófst ullarvinnsla seint á 19. öld og segja má að þar og reyndar víðar um svipað leyti hafi íslenska iðnbyltingin byrjað. Að Álafossi myndaðist einstakt verksmiðjuþorp í sveit sem átti engan sinn líka í íslenskri iðnsögu. Starfsfólkið skipti iðulega tugum, flestir starfsmennirnir bjuggu á staðnum þar sem þeir fengu fæði og húsnæði. Hér leiddu saman hesta sína sveitastúlkur, sem höfðu hleypt heimdraganum, erlendir farandverkamenn í ævintýraleit, íslenskir uppgjafabændur og erlendir sérfræðingar á sviði ullariðnaðar. Þar við bættist fegurð svæðisins frá náttúrunnar hendi sem gefur þessari sögu heillandi umgjörð.
seylan.is/Alafoss.html