Leikarinn, hestamaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Benedikt Erlingsson fjallar um samskipti manna og hesta; manninn í hestinum og hestinn í manninum í tilefni af sýningunni Jór! sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Mynd Benedikts hefur hlotið vinnuheitið Hross um oss og hefjast tökur á henni næsta sumar. Myndinni er ætlað að vera óður til hestsins sem hefur reynst manninum svo vel og er réttnefndur skip hálendisins.

Hesturinn hefur verið viðfangsefni íslenskra listamanna frá upphafi. Á sýningunni Jór! Hestar í íslenskri myndlist er að finna verk sem fjalla með ýmsum hætti um það hvernig íslenskir listamenn hafa túlkað tengsl manns og hests í rúma öld, eða frá 1900 til 2010. Sýningunni er skipt í þrjú þemu: Þarfasti þjónninn; um hversdagsleg samskipti manns og hests, Holdgaður stormur; um hestinn sem náttúru og Hestar með vængi; hinn goðsagnalegi hestur.

j vimeo.com/25863211

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…