Forvörður, jarðfræðingur og listamenn leiða saman hesta sína á málþingi sem helgað er sýningunni Hreyfing augnabliksins, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, undir sýningarstjórn Hafþórs Yngvasonar, safnstjóra. Í erindum og umræðum verið gengið út frá hugmyndinni um tímann sem grunneiningu í listrænu ferli myndlistarverka

DAGSKRÁ:
Inngagnserindi - Margrét Elísabet Ólafsdóttir listheimspekingur og stjórnandi málþingsins
Um tíma listaverksins - Ólafur Ingi Jónsson forvörður
Um tíma efnisins - Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur
- Kaffihlé
Umræður með þátttöku listamanna, sem eiga verk á sýningunni þeim Guðrúnu Einarsdóttur, Hörpu Árnadóttur, Rögnu Róbertsdóttur, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Þórs Elísar Pálssonar. Margrét Elísabet Ólafsdóttir leiðir umræðurnar.

HREYFING AUGNABLIKSINS
Eins og heiti sýningarinnar, Hreyfing augnabliksins, ber með sér, eru með henni könnuð umbreytingaröfl þar sem áhersla er lögð á tímann sem grunneiningu í verkferli og gerð listaverkanna. Öll tengjast þau framvindu og breytingum. Endanleg ásýnd listaverkanna er ófyrirsegjanleg, þar eð listamennirnir leyfa efnafræðilegri virkni efniviðarins að vinna upp á sitt eindæmi, að mestu án afskipta listamannsins. Listaverkin sem getur að líta á sýningunni eru formbirtingar verkferlanna og þær bera merki tímans sem virknin tekur.

j vimeo.com/51308463

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…