List í almenningsrými – Afmælismálþing Myndhöggvarafélagsins.
4. febrúar 2012

Myndhöggvarafélag Reykjavíkur fagnar 40 ára afmæli í ágúst árið 2012 en af því tilefni efndi félagið, í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur, til opins málþings um list í almenningsrými. Á afmælisárinu mun Myndhöggvarafélagið standa fyrir veglegri menningardagskrá, m.a. myndlistarsýningu félagsmanna, sýningu um útisýningarnar á Skólavörðuholtinu og bókaútgáfu.
Í afmælisdagskrá félagsins er sjónum beint að list í almenningsrými, en á málþinginu er fjallað um stöðu og þróun listar í almenningsrými í víðtækara samhengi en þegar rætt er um hefðbundin útilistaverk á opinberum vettvangi. List í almenningsrými getur ýmist varað tímabundið eða verið ákveðið inngrip í umhverfið. Almenningsrými bíður upp á möguleika til rannsóknar á félagslegum og/eða sögulegum raunveruleika sem listamenn hafa nýtt með ólíkum aðferðum.

Erindi fluttu þau Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur og myndlistarmennirnir Ólafur S. Gíslason og Sara Riel, sem öll hafa fengist við list í almenningsrými í ólíkum verkefnum. Opnar umræður með fyrirlesurunum fara fram í pallborði með þátttöku þeirra Brynhildar Þorgeirsdóttur, myndlistarmanns og Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmda- og eignarsviðs Reykjavíkur. Stjórnandi er Dagný Guðmundsdóttir, myndlistarmaður og meðlimur í stjórn Myndhöggvarafélagsins.


DAGSKRÁ
Æsa Sigurjónsdóttir, listræðingur. Staður, ljós og minni. List í almannarými í reykvísku samhengi. (35:33)
Ólafur S. Gíslason, myndlistarmaður – Samfélagslegt rými.

(32:32)
Sara Riel myndlistarmaður – Streetart/Strætislist: Saga, þróun og listafólkið. (35:33)

Þátttakendur í pallborði: Brynhildur Þorgeirsdóttir, myndlistarmaður
, Hrólfur Jónsson sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, 
Ólafur S. Gíslason, myndlistarmaður, 
Sara Riel, myndlistarmaður og 
Æsa Sigurjónsdóttir, listræðingur.

j vimeo.com/37122636

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…