Nei! Málþing um róttækni og andóf.
Sunnudag 11. mars kl. 14-16.

Yfirgripsmikið málþing um róttækni og andóf í samtímanum haldið í tengslum við sýningu spænska listamannsins Santiagos Sierras. Í verkum sínum minnir Sierra á mikilvægi borgaralegra réttinda í lýðræði og þar með talið rétt þegna til að andmæla lögum og kröfum yfirvalda. Nýjasta verk hans er helgað þessum málstað, en það er verkið Svarta keilan, sem komið var fyrir á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Verkið er minnisvarði um borgaralega óhlýðni og um leið þau sögulegu mótmæli sem haldin voru á Austurvelli fyrir liðlega þremur árum, 20. janúar 2009.

Fjölmargir fræðimenn vörpuðu ljósi á umræðuefnið, þar á meðal Jón Ólafsson heimspekingur sem velti fyrir sér helstu einkennum í orðræðunni um andóf og þeirri áhættu sem andófsmenn taka með því að hafna viðtekinni samtalslist stjórnmálanna. Helga Katrín Tryggvadóttir þróunarfræðingur greindi frá þeim pólitísku hugsjónum sem sameina anarkista og róttæka náttúruverndarsinna, en þeir hafa verið virkir hér á landi og víðar. Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur spyr hvaða leiðir séu færar til fagurfræðilegs andófs innan menningarumhverfis þar sem andófið er oðið að viðurkenndri listrænni iðju, sem staðfestir ríkjandi hugmyndir um hlutverk fagurfræðinnar, fremur en að sporna gegn þeim og Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur, leitar að samfélagslegum skýringum fyrir breyttum aðstæðum listamanna í dag og viðbrögðum listaheimsins. Egill Arnarson heimspekingur er stjórnandi málþingsins. Hann flutti jafnframt inngangsorð og stýrði umræðum að erindum loknum.

j vimeo.com/39115744

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…