Einstakt tækifæri!

Vigdís Finnbogadóttir var fjórði forseti lýðveldisins og gegndi embættinu í fjögur kjörtímabil eða til ársins 1996.
Landgræðsla, skógrækt og náttúruvernd eru Vigdísi afar hugleikin og hefur hún veitt þessum málefnum ómetanlegan stuðning. Hún hefur vakið athygli á uppeldislegu gildi þess að kenna börnum ræktun og að vernda náttúruna. Æska landsins öðlist þannig virðingu fyrir landinu og finni til ábyrgðar í umgengni við náttúruna. Í forsetatíð sinni lagði Vigdís mikla áherslu á að græða upp landið og gróðursetja tré, sem veita lið lofthjúpi jarðar. Hún hefur líkt jarðyrkju við uppeldi barna og sagt að ræktun landsins sé nátengd mannyrkju.

# vimeo.com/51033063 Uploaded 1,813 Plays 0 Comments

Einstakt tækifæri!

Framtíðarlandið Plus

Við Íslendingar fáum nú einstakt tækifæri til að eignast nýja íslenska stjórnarskrá. Til þess þurfum við að segja já við fyrstu spurningunni í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október. Og segja um leið já við mannréttindum og frelsi núlifandi Íslendinga og komandi…


+ More

Við Íslendingar fáum nú einstakt tækifæri til að eignast nýja íslenska stjórnarskrá. Til þess þurfum við að segja já við fyrstu spurningunni í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október. Og segja um leið já við mannréttindum og frelsi núlifandi Íslendinga og komandi kynslóða, náttúruvernd, jafnrétti, bættu stjórnarfari og meira lýðræði.

Tillögur stjórnlagaráðs eru byggðar á þjóðarvilja sem kom fram á þjóðfundunum 2009 og 2010 og vandaðri vinnu stjórnlaganefndar og stjórnlagaráðs, sem náði einhuga samstöðu um frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá. Hún ilmar af hugsjónum Framtíðarlandsins sem berst fyrir verndun mestu verðmæta Íslands og samfélagslegri nýsköpun og hvetur félaga sína til þess að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október og leggja sitt lóð á vogarskálarnar.

Browse This Channel

Shout Box

Heads up: the shoutbox will be retiring soon. It’s tired of working, and can’t wait to relax. You can still send a message to the channel owner, though!

Channels are a simple, beautiful way to showcase and watch videos. Browse more Channels.