„Nornin“ og flautuleikarinn Pamela De Sensi og draugurinn Tibri (Sigurþór Heimisson leikari) tóku á móti alls 130 krökkum frá 8 leikskólum í Kópavogi í Töfrahorni Tónlistarsafns Íslands 8. nóvember 2012. Viðburðurinn var hluti Ormadaga sem er samvinnuverkefni listastofnana Kópavogsbæjar á Borgarholtinu. Þar fá börnin fróðleik, músík og skemmtan um leið og þau venjast því að heimsækja Salinn, Gerðarsafn, Bókasafnið, Náttúrufræðistofu og Tónlistarsafn.

Pamela á hugmyndina að Ormadögum þar sem listastofnanir Kópavogsbæjar á Borgarholtinu bjóða dagskrá fyrir börn. Pamela hefur líka staðið fyrir Töfrahurð í nokkur ár en það er dagskrá í Salnum þar sem börnum er kynnt sígild tónlist. Einnig hefur hún skipulagt Töfrahorn fyrir leik- og grunnskólabörn nokkrum sinnum í samvinnu við Tónlistarsafn þar sem leik- og grunnskólabörnum er kynnt sígild tónlist með leikrænu ívafi.

Ormadagar voru fyrst haldnir í maí 2012. Ætlunin er að þeir verði endurteknir með nýrri dagskrá í febrúar og maí 2013.

# vimeo.com/53213561 Uploaded 54 Plays 0 Comments

Ormadagar

Tónlistarsafn Íslands Plus

Ormadagar er samvinnu verkefni listastofnana Kópavogsbæjar á Borgarholtinu þar sem leik- og grunnskólabörnum er boðin fræðsla og skemmtan.

Browse This Channel

Shout Box

Heads up: the shoutbox will be retiring soon. It’s tired of working, and can’t wait to relax. You can still send a message to the channel owner, though!

Channels are a simple, beautiful way to showcase and watch videos. Browse more Channels.