1. Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra opnuðu ráðstefnu um Strandminjar í hættu-lífróður. Ráðstefnan var haldin 18. apríl 2015

  # vimeo.com/126057171 Uploaded 53 Plays 0 Comments
 2. Erindi Birnu Lárusdóttur fornleifafræðings nefnist: „Sjór nemur land: eyðing fornleifa við sjávarsíðuna“. Í fyrirlestrinum fer hún m.a. yfir ástæður sjávarrofs og segir frá rannsóknum á landsigi sem er mikið á þeim svæðum þar sem sjávarrofið er mest. Birna sýnir myndir af völdum stöðum þar sem strandminjar eru að eyðileggjast vegna sjávarrofs. Mikilvægar upplýsingar eru í þessum fornminjum fyrir okkur sem þjóð en einnig fyrir aðrar þjóðir. Birna nefnir sem dæmi ísotopa rannsóknir á fornleifum í London sem benda til þess að fiskbein sem þar hafa fundist eigi uppruna í N-Atlantshafinu. Mikilvægt er að hraða aðgerðum því rofið er mikið og mikið af minjum eru nú þegar farnar.

  # vimeo.com/126057172 Uploaded 66 Plays 0 Comments
 3. Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra flytur fyrirlestur sem nefnist: „Eyðing strandminja: hver er staðan og hvað er til ráða?“ Þór segir frá fornleifaskráningunni og sýnir kort af þeim mikla fjölda staða við strendur Íslands þar sem forferður okkur réru frá og verkuðu fiskinn. Þór nefnir að skráningin gangi hægt og áætlar kostnaðinn við að skrá þær allar. Hann ræðir um mikilvægi þess að fara í skipulagðar aðgerðir, virkja félagasamtök, ferðaþjónustu og að fá almenning með í verkefnið. Sýndar eru myndir frá verkefni þar sem gamlar minjar eru endurbyggðar. Brýnt sé að taka málin föstum tökum því við erum í kapphlaupi við tímann.

  # vimeo.com/126062290 Uploaded 27 Plays 0 Comments
 4. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur flytur erindi sem nefnist: „Verstöðvar og verskálaminjar á Austfjörðum“. Hjörleifur segir frá fjölmörgum atriðum sem varða fornminjar sem tengjast sjávarútvegi. Meðal þess sem hann segir frá eru örnefni sem tengjast sjósókn, fornleifarannsóknir, skráning og verndun fornleifa. Sagt er frá stofnun Sjóminjasafns Austurlands og sýndar ljósmyndir af strandminjum og sagt frá mjög áhugaverðum minjastöðum.

  # vimeo.com/126062291 Uploaded 83 Plays 0 Comments
 5. Egill Ibsen, Fornminjafélagi Súgandafjarðar setti saman ljósmyndir og upptökur af nokkrum völdum verstöðum sem eru að eyðileggjast vegna ágangs sjávar. Grípandi myndband sem sýnir svo ekki verður um villst að ástandið er grafalvarlegt.

  # vimeo.com/126064960 Uploaded 30 Plays 0 Comments

Ráðstefna um strandminjar í hættu

Eythor Edvardsson PRO

Browse This Channel

Shout Box

Heads up: the shoutbox will be retiring soon. It’s tired of working, and can’t wait to relax. You can still send a message to the channel owner, though!

Channels are a simple, beautiful way to showcase and watch videos. Browse more Channels.