The Museum Channel

20/20
Málþing: Safnfræðsla 1991 - 2031
Kjarvalsstaðir, sunnudag 20. nóv 2011
Haldið í tilefni 20 ára starfsafmælis fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur

Fræðsluhlutverk safna er afar mikilvægt og í því felst áskorun um að koma til móts við ólíkar þarfir safngesta. Fræðslufólk safna ber hag almennings fyrir brjósti og reynir að gera viðfangsefni safnanna aðgengileg öllum. Listasafn Reykjavíkur hefur sinnt menntunarhlutverki sínu í rúm 20 ár og af því tilefni var efnt til málþingsins 20/20, haldið í samvinnu við Rannsóknastofu í safnafræðum við Háskóla Íslands.

Erindi:

Menntunarhlutverk Listasafns Reykjavíkur: Máttleysi og/eða möguleikar.
AlmaDís Kristinsdóttir verkefnastjóri fræðslu Listasafns Reykjavíkur rýnir í 20 ára fræðslustarf Listasafns Reykjavíkur byggt á viðtölum og gögnum frá 1991–2011.

Safnfræðsla: undirbúningur og eftirfylgni
Bergsveinn Þórsson, meistaranemi í safnafræði og safnkennari fjallar um Kennslupakka Listasafns Reykjavíkur, nýsköpunarverkefni unnið árið 2010 og gefið út árið 2011. 


Að vera í sambandi við annað fólk – Nýjar leiðir í miðlun.
Soffía Karlsdóttir, markaðs- og kynningastjóri Listasafns Reykjavíkur fjallar um gildi samfélagsmiðla og rafrænnar miðlunar í fræðslustarfi safna.


j vimeo.com/32477028

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…