The Museum Channel

Á málþinginu verður fjallað um samfélagslega gagnrýni í myndlist og pólitíska virkni myndlistarmanna, bæði í sögulegu samhengi og í samtímanum. Löng hefð er fyrir því að myndlistarmenn taki á samfélagslegum málefnum og beiti sér gegnum list sína í pólitískum málum. Þessi virkni tekur á sig ýmsar myndir og á Íslandi hafa myndlistarmenn t.d. beitt sér í stéttaátökum kreppuáranna, í andófi gegn Nató og bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði, í baráttu kvenna á áttunda áratugnum og í baráttunni gegn stóriðju og virkjunarstefnu stjórnvalda á síðustu áratugum.

Jón Proppé, listheimspekingur, stýrir málþinginu en auk hans hafa framsögu þær Hildur Hákonardóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir. Allar hafa þær beitt myndlist til samfélagsgagnrýni og leitað leiða til að opna umræðu og koma pólitískum skilaboðum áleiðis gegnum verk sín. Hildur hefur verið virk í kvennabaráttu en þær Ósk og Steinunn hafa beitt sér í andófi gegn stóriðju og þeirri röskun sem hún hefur í för með sér, bæði á náttúru landsins og samfélaginu.

Imagine Reykjavík er yfirskrift ólíkra viðburða sem endurspegla friðar- og kærleiksboðskap John Lennon og Yoko Ono og nær yfir 8 vikna tímabil. Listasafn Reykjavíkur leggur sitt lóð á vogarskálarnar með málþingi um myndlist og andóf í Hafnarhúsinu fimmtudagskvöldið 7. október, en eins og kunnugt er hefur Yoko Ono beitt myndlist sinni til að boða frið og andæfa stríði og hervæðingu um áratuga skeið.

j vimeo.com/52585251

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…