Stuttmyndir

„Gjörningur“ Ásmundar Sveinssonar
Inn í kviku - Ásmundarsafn
laugardag 5. maí 2012

Fyrir mörgum árum var telpa að leika sér sumarlangt og vappa í kringum þögla listamanninn sem bjó í skrítna kúluhúsinu hinumegin við götuna. Einn daginn kom hann til hennar og sagði henni að fara heim og sækja vatn í fötu, grænsápu og klút og síðan lét hann stúlkuna þvo fætur höggmyndanna í garðinum. Þegar hún þvoði kaldan steininn uppgötvaði hún efnið og formið í gegnum klútinn og gleymdi því aldrei. Telpan bjó áfram í húsinu, varð fullorðin og eignaðist sjálf börn sem stundum voru að leika sér við þetta ævintýralega hús og gefa gamla manninum auga sem sífellt var að vinna í garðinum. Einn daginn sendi hann þau heim og lét þau sækja vatn í fötu, grænsápu og klúta og bað þau að þvo fætur höggmyndanna í garðinum. Móðirin kom út, fylgdist með og spurði hvers vegna hann gerði þetta. Ásmundur svaraði: „Ég get ekki sagt þeim að þykja vænt um stytturnar en svona get ég kennt þeim það“.

Inn í kviku

Persónulegar aðstæður og reynsluheimur listamanna sem og tilfinningarlíf þeirra mótar óumflýjanlega listsköpunina, en einnig það samfélag og tíðarandi sem þeir eru hluti af. Ásmundur Sveinsson er hér engin undantekning. Hann leitað víða fanga fyrir verk sín; bókmenntir, saga og náttúra voru þar mikilvægir burðarásar, einnig eru móðirin og hinn vinnandi maður mikilvæg leiðarstef í verkum hans. En þegar skyggnst er undir yfirborðið í höggmyndum Ásmundar leynist þar oft heit glóð, persónuleg tjáning á djúpum tilfinningum og sterkum kenndum ásamt óslökkvandi forvitni gagnvart gangverki lífsins og himintunglanna. Viðfangsefni þessarar sýningar er kvikan sem afhjúpast þegar verkin eru skoðuð og greind í samhengi við líf listamannsins og þá tíma sem hann lifði. Sýningin Inn í kviku er þríþætt og dregur fram ólíkar hliðar á Ásmundi hvað varðar inntak, form og tímaskeið. Leitast er við að nýta húsið í Sigtúni sem rökréttan hluta af, og umgjörð um sýninguna ásamt höggmyndagarðinum í kringum húsið sem geymir mörg af þekktustu verkum listamannsins.

Sýningarstjórar eru Steinunn G. Helgadóttir myndlistarmaður og Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur.

j vimeo.com/43995912

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…