Stuttmyndir

Listfræðafélags Íslands býður upp á opið málþing í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur þar sem fjallað er um miðlun, myndlistargagnrýni og málstol í samtímalist á Íslandi. Málþingið fer fram í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, laugardaginn 24. nóvember, frá kl. 13 – 15.

Frummælendur á málþinginu eru þau Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, Dr. Hlynur Helgason, lektor í listfræði við Háskóla Íslands og gagnrýnandi Víðsjár og Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri. Í erindi sínu mun Harpa segja frá umfjöllun sinni um samtímalist í Íslensku listasögunni. Hlynur veltir fyrir sér stöðu og möguleikum í myndlistargagnrýni í fjölmiðlum á Íslandi og Markús Þór fjallar um málstol í íslensku listalífi. Í kjölfar hvers erindis taka við almennar umræður.

Stjórnandi málþingsins er Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands.

j vimeo.com/54537396

Loading more stuff…

Hmm…it looks like things are taking a while to load. Try again?

Loading videos…