Rafskinna - DVD Magazine

Joined
Reykjavík, Iceland

User Stats

Profile Images

User Bio

Rafskinna er fyrsta og eina dvd-tímaritið sem gefið er út á Íslandi en það snýr að sjónrænum listum í víðum skilningi. Í Rafskinnu er að finna heimildamyndir, stuttmyndir, myndbandsverk, teiknimyndir, viðtöl, tónlistarmyndbönd, lifandi tónlistarflutning og fleira, bæði eftir íslenska og erlenda listamenn. Rafskinna framleiðir mikið efni sjálf en þar er líka að finna vandfundin og einstök verk eftir aðra. Allt efni tímaritsins er bæði á íslensku og ensku, sem gerir það að verkum að Rafskinna getur verið öflugt kynningartæki fyrir íslenska listamenn og listasenu erlendis.
Mikið er lagt í hönnun Rafskinnu, en tímaritið er á stærð við 10” vínylplötu og sér nýr hönnuður um hönnun hvers tölublaðs. Auk dvd-disksins er að finna í Rafskinnu prentað greinahefti með greinum, sögum, ljóðum, ljósmyndum ofl. sem tengjast þemanu hverju sinni, auk annarra óvæntra hluta. Hingað til hefur til að mynda mátt finna fjölfeldiverk eftir listamann blaðsins, þrívíddargleraugu, minnisspil, eldspítnabréf og poka með spínatfræjum svo eitthvað sé nefnt, sem þema hvers tölublaðs tengir saman. Með þessari fjölbreytni í efnistökum og miðlun þess nær Rafskinna að fanga samtímann á einstakan hátt og að vera verðug heimild um íslenska menningu og listasenu hverju sinni og gerir hana að verðmætum safngrip fyrir unnendur sjónrænna lista.

External Links

Following

  1. calebSmith
  2. Brent Hoff